18:00
Spegillinn
Neyðarástand á Seyðisfirði
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Lýst hefur verið yfir neyðarstigi á Seyðisfirði og unnið að rýmingu bæjarins. Stór aurskriða féll á þriðja tímanum í dag. Að minnsta kosti 10 hús eru skemmd. Grípa þurfti til víðtækari rýmingar í bænum og koma þurfti fleira fólki á fjöldahjálparstöð. Eitt hús gjöreyðilagðist þegar skriðan féll í dag.

Allar björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið boðaðar á staðinn og lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Sérsveit ríkislögreglustjóra og frá lögreglunni á Norðurlandi eystra hafa einnig verið sendar á staðinn.

Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að bærinn sé rústir einar eftir hamfarirnar síðustu klukkustundir. Hún segir íbúana í losti yfir eyðileggingunni.

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Eskifirði vegna skriðuhættu. Þetta er gert vegna þess að sprungur í gamla Oddskarðsveginum, ofan Eskifjarðar, hafa stækkað í dag.

Í Speglinum heyrðum við brotabrot og dæmi af fréttum og fréttaskýringum fréttastofu RÚV síðastliðin 90 ár. Kristján Sigurjónsson tók saman. Heyrist í Sigrúnu Ögmundsdóttur lesa fyrsta fréttatímann fyrir 90 árum. Einnig í nokkrum fréttamönnm: Jóni Múla Árnasyni, Stefáni Jónssyni, Jóni Magnússyni, Sigurði Sigurðssyni, Nönnu Úlfsdóttur, Þóru Kristínu Jónsdóttur, Stefáni Jóni Hafstein, Helga H. Jónssyni, Sigrúnu Stefánsdóttur, Sigríði Árnadóttur og Brodda Broddasyni

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,