20:35
Mannlegi þátturinn
Föstudagsgesturinn Ragnar Freyr og læknamatarspjall
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Ragnar Freyr Ingvarsson sérfræðingur í gigtar- og lyflækningum og umsjónarlæknir COVID19-göngudeildar Landspítala. Hann bjó og starfaði í Bretlandi og Svíþjóð á árunum 2008 til 2016 og hefur haldið úti vinsælu matarbloggi í um 13 ár, enda er hann kannski best þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu. Við ræddum við Ragnar Frey um lífið og tilveruna, æskuna og uppvöxtinn, árin sem hann bjó erlendis og coviddeildina sem hann hefur umsjón með.

En þar sem hann er þekktur sem læknirinn í eldhúsinu þá var nú ekki annað hægt en að fá hann til að vera með okkur í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti enda mikill ástríðukokkur og getur að eigin sögn talað endalaust um matargerð.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,