12:03
Hádegið
Dýrasiðferði og dýrari landbúnaðarvörur
Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Í fyrri hluta Hádegisins í dag ræðir Katrín við Gunnar Theódór Eggertsson dýrasiðfræðing um það hvort fjarlægð okkar við dýr hafi áhrif á neysluvenjur okkar. Er betra geta horfst í augu við matinn sinn áður en hann endar á disknum eða viljum við frekar fjarlægðina við framleiðsluferlið?

Í síðari hluta fjöllum við um frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á reglum um innflutning á búvörum, sem verður líklega samþykkt á Alþingi í dag, eða að minnsta kosti fyrir árslok. Með þessu hækkar verð á influttum landbúnaðarvörum að öllum líkindum á næsti ári. En markmiðið er að létta undir með innlendri landbúnaðarframleiðslu. Við spyrjum, eru slæmar fréttir fyrir neytendur í vændum, en góðar fyrir íslenskan landbúnað? Guðmundur Björn ræðir við Ólaf Stephensen, formann félags atvinnurekenda um málið.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Var aðgengilegt til 18. desember 2021.
Lengd: 58 mín.
,