06:50
Morgunvaktin
Þingið á leið í jólafrí og Íslendingar koma heim
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Vefurinn nafnið.is verður opnaður formlega í dag. Þar ætlar Stofnun Árna Magnússonar að gera aðgengileg gögn um nöfn af ýmsu tagi á einum stað. Nú í fyrsta áfanga hefur örnefnasafnið verið sett á netið, og því hægt að fletta upp örnefnum um allt land með auðveldum hætti, sem ætti að nýtast mörgum vel. Emily Lethbridge, rannsóknarlektor hjá Árnastofnun, kom á Morgunvaktina og sagði frá.

Jóhanna Vigdís var líka með okkur í dag og sagði frá síðustu dögum á Alþingi. Kynrænt sjálfræði, fæðingarorlof og hálendisþjóðgarður eru meðal mála sem komust á dagskrá og yfir og undir og allt um kring eru svo fjárlögin. Í upphaflegri starfsáætlun var áformað að þingið færi í frí í gær en það er enn að; þingfundur hefst klukkan hálf ellefu og kannski komast þingmenn í jólafrí eftir hann.

Og í spjalli um ferðamál fór Kristján Sigurjónsson yfir flugumferðina til og frá landinu nú í aðdraganda jóla. Hann sagði okkur líka hvernig flugáætlunin verður í byrjun nýja ársins - er Eyjólfur að hressast? Og frá átaki sem dönsku ferðamálayfirvöldin eru að ráðast í. Þau segja eins og sagt var hér í fyrra: Ferðumst innanlands.

Tónlist:

Gleði- og friðarjól - Pálmi Gunnarsson

Fairytale of New York - Pogues og Kirsty Mccoll

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,