16:05
Síðdegisútvarpið
18. desember
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Í þættinum bárust okkur þær fréttir að verið væri að rýma Seyðisfjörð vegna aurskriðna. Við hringdum í Hildi Þórisdóttur fyrrverandi forseta bæjarstjórnar á Seyðisfirði sem sagði okkur meðal annars að bærinn væri rústir einar.

Kosning á manneskju ársins á Rás 2 hefst með hátíðlegri athöfn hér í Síðdegisútvarpinu á eftir þegar dagskrástjórinn Baldvin Þór Bergsson kemur og ræsir kosninguna formlega. Þátturinn mun litast svolítið af kosningunum þar sem opnað verður fyrir símann og hlustendum gefinn kostur á að greiða sín atkvæði.

Ólafur Þórarinsson, öllu tónlistaráhugafólki kunnur sem Labbi í Mánum er löngu landsþekktur lagahöfundur og söngvari. Labbi í Mánum, var að gefa út bók um feril sinn í hinum ýmsu hljómsveitum, þar á meðal Mánum, Kaktusi og Karma. Einnig var að koma út nótnabók með lögum hans og textum. Þar að auki var hann að gefa út plötu með nýjum lögum. Labbi gefur sér tíma til að koma í Síðdegisútvarpið á eftir.

Við fjöllum einnig um kvennaskák þar sem skák hefur verið Síðdegisútvarpinu ofarlega í huga unanfarið. Það sama má segja um þjóðina end njóta þættirnir Queen?s Gambit gríðarlegrar vinsældar. Um helgina fer fram evrópumót taflfélaga í kvennaflokki. Tvö íslensk skákfélög, Skákfélagið Huginn og Skákdeild Fjölnis taka þátt í mótinu en alls eru þátttökuliðin 42. Jóhanna Björg varaforseti Skáksambands Íslands verður á línunni.

En við byrjum á John Snorra sem keppist nú við að vera fyrstur manna til að klífa K2 að vetralagi. Við heyrum í John sem nú er staddur í grunnbúðunum við rætur fjallsins.

Var aðgengilegt til 18. desember 2021.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,