12:42
Þetta helst
Faraldur kvennamorða um allan heim
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Konumorð, kvenmorð, kvennamorð. Morð á konum. Þjóðfélagið hefur ekki enn komið sér saman um hvað skuli kalla hið óhugnanlega fyrirbæri Femicide eða kynbundin morð á konum. Staðreyndin er sú að flest morð á konum og stúlkum eru vegna kyns þeirra. Í fyrra voru 45.000 konur myrtar af mökum sínum eða öðrum nánum fjölskyldumeðlimum. 1,1 af hverjum hundrað þúsund konum í heiminum sem þýðir að á hverri klukkustund láta að meðaltali 5 konur lífið af völdum einhvers í fjölskyldu þeirra. Þetta kemur fram í nýrru skýrslu UN WOmen um kvenmorð sem kom út á dögunum en þar segir jafnframt að þó kvenmorðum hafi farið fækkandi í Evrópu á árunum 2010 til 2021 hafi ákveðinn viðsnúningur átt sér stað síðan 2020, og þá sérstaklega í sunnan- og vestanverðri álfunni. Þar spilar Covid-19 faraldurinn stórt hlutverk en heimilisofbeldi jókst til muna á meðan samkomutakmarkanir og mikil óvissa voru við lýði. Í því samhengi hefur verið talað um Skuggafaraldurinn en hann var viðfangsefni annarrar skýrslu UN Women frá því í fyrra. Í þættinum í dag skoðar Snorri Rafn Hallsson kvenmorð og skuggafaraldurinn, veltir upp tölum og ástæðum og rýnir í skýrslurnar tvær.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,