16:05
Víðsjá
Svarthol, Annie Ernaux og morgunsöngur í Laugarnesskóla
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Í gallerí Stak við Hverfisgötu, er að finna nokkur Svarthol, og inn um eitt þeirra liggja ormagöng alla leið inn í Mengi við Óðinsgötu. Það er myndlistarkonan Sara Riel sem hefur skapað þessi svarthol, í gler, á vegg og á pappír og striga. Við lítum inn í Svartholið með Söru hér rétt á eftir.

Í dag er dagur íslenskrar tónlistar. Að því tilefni kynnum við okkur áratugalanga morgunsöngshefð í Laugarnesskóla. Árið 1951 lagði Ingólfur Guðbrandsson það til að nemendur skólans kæmu saman daglega í sal skólans til söngs. Enn þann dag í dag koma allir saman, nemendur og kennarar, og syngja tvö lög eftir fyrsta tíma dagsins. Þessi góða og skemmtilega hefð er fastur punktur í tilveru skólans og sjá stjórnendur og tónmenntakennarar um undirleik og að leiða sönginn. Tveir af aðstandendum morgunsöngsins, saxófónleikarinn og fyrrum aðstoðarskólastjórinn Kristinn Svavarsson og tónlistarkonan og tónmenntakennarinn Harpa Þorvaldsdóttir segja okkur nánar af hefðinni og samstarfi sínu, sem hófst með þeirra kynnum í Laugarnesskóla.

Og Gauti Kristmannsson segir okkur frá nýjasta nóbelsverðlaunahafanum, hinni frönsku Annie Ernaux, og einu bók hennar sem komið hefur út í íslenskri þýðingu, Staðurinn í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,