15:03
Flakk
01122022 ? Flakk um Hótel Reykjavík og Íslandshótel
Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Ég var að reyna að telja í huganum hversu mörg ný hótel væru í Reykjavík og þá meina ég innan Elliðaáa, ég ruglaðist fljótlega, þau eru svo mörg. Nýlega var nýtt hótel opnað og svo sem ekki alveg tilbúið við horn Lækjargötu og Vonarstrætis. Hótelið heitir Hótel Reykjavík - Saga. Þarna er um að ræða nýbyggingar auk þess sem þrjú eldri hús eru gerð upp, og verða falleg á ný, tvö þeirra hafa fengið að drabbast niður. Björn Skaftason arkitekt hjá Aterlier hannaði hótelið, og auk þess er hann að hanna viðbyggingu við Grand hótel í Sigtúni auk íbúða á gamla Blómavalsreitnum, við heilsum uppá Björn í þættinum. Það eru ekki margar hótelkeðjur hér á landi ? en umrædd hótel eru bæði í eigu Íslandshótela og er þetta nýja í Lækjargötu átjánda hótelið í þeirra eigu. Þegar inn er komið, tekur á móti stór skjár, sem sýnir kampavínsglas sem fyllist hægt og rólega og breytist svo í myndir af gosinu á Suðurnesjum, einnig er hægt að vera með beinar útsendingar á skjánum. það er róleg stemming í lobbýinu, sem er ekki stórt, en tekur vel á móti manni og boðið uppá kaffi og konfekt á borði til hliðar.

Við mælum okkur mót við Ólaf Torfason framkvæmdastjóra og Ólaf Sæmundsson byggingastjóra og ætlum að skoða okkur um

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,