23:05
Lestin
Ástarkraftur, Balenciaga, Ungfrú Ísland
Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Við heyrum fyrstu tvær jóla-örsögur ritlistarnema, sem verða fluttar í Lestinni fram að jólum.

Assa Borg Þórðardóttir kynnti sér samsæriskenningarnar sem hafa sprottið upp í sambandi við tískurisann Balenciaga. Þar sem koma fyrir börn, BDSM og bangsar.

Þann 2. desember verður doktor Anna Guðrún Jónasdóttir áttræð. Af því tilefni flytur Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands pistil og les úr doktorsritgerð þessarar merku konu, sem fjallar um ástarkraftinn.

Davíð Roach hlustaði á Ungfrú Ísland, nýju plötu hljómsveitarinnar Kvikindi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 53 mín.
e
Endurflutt.
,