14:03
Á tónsviðinu
Ríkarður Örn Pálsson
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Í þættinum verður fjallað um Ríkarð Örn Pálsson, tónsmíðar hans og tónlistarstörf. Ríkarður fæddist 1946 og lést á síðastliðnu ári, 2021. Hann samdi margvísleg tónverk og má þar nefna Píanósvítlur I og II og fagottsónötu auk sönglaga fyrir einsöng og kór. Einnig starfaði hann lengi sem tónlistargagnrýnandi við Morgunblaðið. Þekktastur mun Ríkarður þó vera fyrir þátttöku sína í samnorrænu sjónvarpsspurningakeppninni Kontrapunkti á árunum 1990-1998, en Ríkarður var margfróður um tónlist og tónlistarsögu. Tónsmíðar eftir Ríkarð verða fluttar í þættinum og einnig brot úr viðtölum við hann. Lesari í þættinum er Felix Bergsson. Umsjón hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Var aðgengilegt til 01. mars 2023.
Lengd: 50 mín.
,