06:50
Morgunvaktin
Heimsgluggi, borgarhönnun og unga fólkið og tónlist
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Fylgishrun norska Verkamannaflokksins frá því að hann tók við völdum fyrir tveimur árum og smygl á áfengi frá Svíþjóð til Noregs voru meðal umfjöllunarefna. Og tíminn; hvernig upplifum við tímann. Sum finnst hann líða ógnarhratt en öðrum finnst hann standa í stað. Hvað veldur?

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór Reykjavík? er spurning sem Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg og samstarfsfólk hennar veltir fyrir sér á hverjum degi. Þau vinna að því að gera borgarhönnunarstefnu - Edda sagði okkur frá vinnunni og því sem þarf til að gera borg betri.

Viðurkenning Barnaheilla var veitt á dögunum. Að þessu sinni hlaut hana Össur Geirsson, skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs. Í umsögn sagði: Össur hefur óbilandi trú á ungu fólki og einstakt lag á að laða fram það besta í hverju og einu barni. Össur spjallaði við okkur um tónlist og börn og þessa trú á unga fólkinu sem er svo mikilvæg en kannski of lítið fer fyrir.

Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Við gengum tvö - Skólahljómsveit Kópavogs

Little lies ? Fleetwood Mac

Fjögur íslensk bítlalög (syrpa) - Skólahljómsveit Kópavogs

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,