*

Arnar Þórisson

Arnar Þórisson

[email protected]

Arnar Þórisson er yfirpródusent Kveiks. Hann lærði ljósmyndun og kvikmyndagerð við California Institute of the Arts, NY Institute of Photography og Columbia College Hollywood. Arnar er með víðtæka reynslu af bæði framleiðslu og leikstjórn á sjónvarpsverkefnum fyrir RÚV og fleiri. Má þar til dæmis nefna unglingaþættina Ó og Radar, lista- og menningarþáttinn Mósaík, Kastljós, og barna- og uppeldisþættina Fyrstu skrefin. Kvikmyndatökureynsla Arnars er víðtæk, en yfirlit yfir hana má nálgast hér. Arnar hefur, sem kvikmyndatökumaður, hlotið tilnefningar til Eddunnar, lettnesku kvikmyndaverðlaunanna og unnið til verðlauna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðunum á Rhode Island og New York (Nordic International). Hann hefur starfað í Kveik frá því að þátturinn hóf göngu sína árið 2017.