
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir flytur morgunbæn og orð dagsins.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Víniplata vikunnar er safnplatan Lög frá liðnum árum sem gefin var út árið 1960 og inniheldur samtals 27 lög á tveimur vínilplötum. Hún inniheldur safn dægurlaga sem plötuútgáfa Tages Ammendrup, Íslenskir tónar, sendi frá sér á árunum milli 1950 og 60, auk laga sem ekki höfðu áður komið út.
Í þessum þætti verður fyrri plötunni af tveimur gerð skil.
Fyrsta lagið á hlið A er Lapi, listamannakrá í Flórens, lag sem höfundurinn Jakob Hafstein flytur sjálfur en ljóðið er eftir Davíð Stefánsson. Hljómsveit Carls Billich leikur undir. Því næst heyrum við Ingibjörgu Þorbergs og Marz-bræður flytja Heillandi vor, eftir Óðin G. Þórarinsson við texta Þorsteins Sveinssonar. Hljómsveit Jans Morávek leikur. Þriðja lagið er Maja litla eftir Ása í Bæ. Erling Ágústsson syngur með hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar og kór. Kátt er um jólin er það fjórða, lag og texti eftir bræðurna Jón Múla og Jónas Árnasyni en lagið er úr gamanleik þeirra Deleríum búbónis. Sigríður Hagalín syngur með kór og hljómsveit Carls Billich. Fimmta lagið er lagið Útþrá eftir Jóhann Eymundsson og Jenna Jónsson. Það syngur Alfreð Clausen með hljómsveit Jans Morávek. Sjötta og síðasta lagið á fyrstu hliðinni er Réttarsamba, lag Gunnars Guðjónssonar og texti Lofts Guðmundssonar. Soffía Karlsdóttir og Tígulkvartettinn með hljómsveit Jans Morávek flytja.
Á B-hlið plötunnar eru lögin Komdu í kvöld eftir Jón Sigurðsson, sem stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason flytur með miklum bravúr ásamt hljómsveit Birgers Arudzen. Næst er Ástavísa hestamannsins, lag eftir Carl Billich og texti eftir Sverri Haraldsson. Sigurður Ólafsson syngur með hljómsveit lagahöfundarins Carls Billich. Þriðja lagið er Gamla gatan eftir Oddgeir Kristjánsson og Ása í Bæ. Helena Eyjólfsdóttir syngur með Atlantic kvartettinum. Fjórða lagið heitir Á vorin og flytur höfundurinn, Svavar Lárusson, það sjálfur við eigin undirleik. Fimmta lagið er Einsi kaldi úr Eyjunum, lag og texti eftir Jón Sigurðsson. Óðinn Valdimarsson flytur með kór og Atlantic kvartettinum. Lokalagið er síðan Mikið var gaman að því eftir Steingrím M. Sigfússon, Skafti Ólafsson syngur með hljómsveit Gunnars Sveins.
Umsjón: Stefán Eiríksson.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
Sálin í hafinu - hafið í sálinni. Nokkrar hugleiðingar um áhrif hafsins á rúmhelgi og tilfinningar, aðdráttarafl þess og óræða ást okkar á því.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
Lesarar: Grétar Skúlason og Steinunn Ólafsdóttir.
(Frá 1991)

Umsjón: Kristján Kristjánsson.

Veðurstofa Íslands.
Benedikt Hermannsson ræðir við góða gesti um tungumál tónfræðinnar og varpar ljósi á byggingareiningar tónlistarinnar.
Benedikt H. Hermannsson ræðir við Sóleyju Stefánsdóttur um tilfinningar í tónlist, óstöðugar tónhæðir, femínisma og leit hennar að einfaldleikanum.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks, Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokks og Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins. Þau ræddu meðal annars frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald, sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og stöðuna á Alþingi.
Umsjón: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Útvarpsfréttir.
Framferði Ísraelshers á Gaza jafngildir þjóðernishreinsunum segir Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Skipulagðar árásir á sjúkrahús, eyðilegging heilu byggðarlagana og hindrun á afhendingu hjálpargagna séu brot á alþjóðalögum.
Foreldrar barna á meðferðarheimilinu Stuðlum kalla eftir aðgerðum í málefnum barna í vanda. Þau segja erfitt að horfa upp á börn sín innan um önnur sem hafa jafnvel framið alvarleg afbrot.
Langvarandi dvöl inn á bráðasjúkrahúsi skerðir lífsgæði, segir forstjóri Landspítalans. Hann vonast til að hægt verði að stytta biðlista eftir hjúkrunarrýmum til að spítalinn geti betur sinnt verkefnum sem þar eigi heima.
Raforkuöryggi Grindavíkur er ófullnægjandi að mati bæjarráðs. Bæjarstjóri segir nýjan og öflugri rafstreng væntanlegan.
Umboðsmaður barna segir að öryggi barna og friðhelgi einkalífs þeirra sé ógnað með samfélagsmiðlum. Hún segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af því að börn eigi sína eigin samfélagsmiðlareikninga eða séu mjög sýnileg á reikningum foreldra sinna, sem eru áhrifavaldar.
Í kvöld er komið að úrslitastund í Eurovison. Væb-hópurinn eru tíundu á svið, en dómararennslið í gærkvöldi gekk vel.
Fjölskyldufólk lagði land undir fót og skellti sér austur í blíðuna til Atlavíkur. Spáð er yfir tuttugu stiga hita á Hallormsstað næstu daga.
Kvennalið Vals í handbolta spilar í dag hreinan úrslitaleik um Evrópubikarinn á Hlíðarenda. Þetta er stærsti íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi að mati þjálfara liðsins.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Forseti El Salvador, Nayib Bukele, segist vera svalasti einræðisherra heims. Hann hefur gjörbylt landinu á örfáum árum og nýtur fádæma vinsælda. Hann samdi við glæpagengin sem höfðu mikil áhrif og ítök í El Salvador og hefur gert landið með þeim öruggari í heimi, en þar var morðtíðni með því allra hæsta sem gerist. En þetta voru engar töfralausnir. Því nú er að koma í ljós hvað þessir samningar fólu í sér. Bukele hefur fangelsað tugi þúsunda á síðustu árum í nýju risastóru fangelsi sem nefnist CECOT og þannig liggja leiðir hans og Donalds Trump saman. Trump er byrjaður að senda mörg hundruð innflytjendur í fangelsi í El Salvador, án þess að mál þeirra séu tekin fyrir í Bandaríkjunum. Trump er mikill aðdáandi Bukele og má segja að hann dáist að einræðistilburðunum, en báðum hættir þeim til að ganga of langt til þess að ná markmiðum sínum og teygja lög og reglur í allar áttir.
Börn, áhrifavaldar og samfélagsmiðlar eru umfjöllunarefni nýrrar heimildarmyndar, í þremur hlutum, sem er ný á streymisveitunni Netflix. Í þáttunum skyggnast áhorfendur inn í margar hliðar samfélagsmiðlanotkunar barna, hvaða áhrif miðlarnir geta haft á líf þeirra og jafnvel hvaða siðferðislegu spurningar vakna í oft grimmum raunveruleika. Hvenær ganga foreldrar of langt í að nýta börn sín til að afla tekna á samfélagsmiðlum og hvenær er friðhelgi barna jafnvel stefnt í hættu með myndbirtingum og fréttum? Því það hefur ekki alltaf góð áhrif á börn að vera í kastljósinu, hvort sem þau biðja um það sjálf eða verða það í gegnum foreldra sína.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Söngkonan Heiða Árnadóttir vill helst af öllu syngja glænýja tónlist og kann því vel að hún sé sem fjölbreyttust. Hún lærði söng hér heima og ytra og á námsárunum í Hollandi varð til hljómsveitin Mógil. Mógil var leið hennar til að feta sig inn í nútímalegri músík eftir háklassískt tónlistarnám og þaðan lá leiðin í tilraunakennda nútímaklassík.
Lagalisti:
Tunglið og ég - Hvernig er tónlist á lífi haldið
Þá birtist sjálfið - Kafli 1
Þá birtist sjálfið - Kafli 2
Óútgefið - Skrafað í skurði
Ilm og ómleikar - Rósarilmur
Óútgefið - Mörsugur
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Í Vídeótækinu er rýnt í kvikmyndasögu Íslands. Í þættinum er farið yfir fimm íslenskar kvikmyndir sem eiga það sameiginlegt að hafa verið kenndar við að vera fyrsta leikna íslenska kvikmyndin í fullri lengd. Gunnar Tómas Kristófersson kvikmyndafræðingur veitir innsýn í umræddar kvikmyndir og svarar því hvaða kvikmynd eigi titilinn raunverulega skilið.
Umsjón: Guðmundur Atli Hlynsson
Nemendur í 10. bekk eru þessar vikurnar að sækja um framhaldsskólavist fyrir næsta vetur og möguleikarnir eru margir á þessum kaflaskilum í skólagöngu þeirra. Um leið er ekki sjálfgefið að fá inngöngu í skólann sem er efstur á óskalistanum – nema að nemandinn sé með annaðhvort A eða B plús í öllu. Og er A í einum skóla það sama og A í öðrum?
Ef nemandi er með fötlun eða erlendan bakgrunn er síðan alls ekki víst að skólinn sem viðkomandi hugnast best geti tekið á móti honum og framhaldsskólarnir eru misvinsælir. Því skipta lokaeinkunnir úr grunnskóla sköpum ef sótt er um vinsælustu framhaldsskólana. Í þáttaröðinni Kaflaskil er rætt við fólk sem þekkir vel til í völundarhúsi menntakerfisins á Íslandi.
Þáttaröðin Kaflaskil er framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Góður kennari skiptir miklu máli og kennsla er gefandi starf en um leið erfitt. Það vantar fagmenntað fólk til starfa í grunnskólum landsins og ekki síst í greinum eins og íslensku og stærðfræði. Það er ekki nóg að fjölga fagfólki heldur vantar líka nýtt og betra námsefni. Eins má ekki gleyma mikilvægi læsis og lesskilnings á öllum stigum grunnskólans. Viðmælendur í þættinum eru: Gunnar Gíslason, Hjalti Halldórsson, Ívar Rafn Jónsson, Jóhann Örn Sigurjónsson, Jón Páll Haraldsson, Linda Heiðarsdóttir, Oddur Ingi Guðmundsson, Ómar Örn Magnússon, Sigurgrímur Skúlason og nemendur í tíunda bekk Hagaskóla og Laugalækjarskóla.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Guðrún Kristinsdóttir sem hefur sérhæft sig í frönskum bókmenntum og leikhúsi skrifaði grein í Ritið - tímarit Hugvísindastofnunar þar sem smásögur eru í brennidepli. Greinin fjallar um sagnagerð franska rithöfundarins Madame de lafayette sem var uppi á 17. öld og hafði mikil áhrif með sínum sögulegu smásögum og nóvellum. Lafayette er enn áhrifamikil, kennd í skólum og rannsökuð bæði innan Frakklands og utan.
Ljóðskáldið Natasha S. var að gefa út ljóðabókina Mara kemur í heimsókn sem fjallar um heimkomu til Rússlands eftir langa fjarveru en er um leið uppgjör við pólitískt og menningarlegt ástand. Natasha hefur áður ort um heimalandið í ljóðabókinni Máltaka á stríðstímum sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Natasha er stödd í Moskvu en hún segir okkur símleiðis frá nýju ljóðunum.
Í lok þáttarins er rætt við Sigríði Pétursdóttur sem var að gefa út bókina Hefnd Diddu Morthens en handritið að henni bar sigur úr bítum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir og þar með er gömul útvarpsrödd orðin ný rödd bókmenntanna en fyrir utan að vera menntuð kvikmyndafræðingur þá starfaði Sigríður lengi við dagskrárgerð hér í Ríkisútvarpinu bæði í útvarpi og sjónvarpi. En rithöfundurinn hefur alltaf blundað í henni, árið 2010 gaf hún út smásagnasafnið Geislaþræðir en Sigríður segir okkur allt um rithöfundadrauminn og nýju bókina í þættinum.
Viðmælendur: Natasha S., Guðrún Kristinsdóttir og Sigríður Pétursdóttir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist úr Evrópusamstarfi djasstónlistarinnar.
Frá Lettlandi hljómar tónlist saxófónleikarans Toms Rudzinski
Frá Litháen heyrum við Jan Maksimovich leika á saxófón og Dmitri Golovanov á píano, hljómsveit píanoleikarans Domasar Zeromskas og Vilnius Jazz Ensemble
Frá Póllandi heyrum við tónlist af plötunni Sorry, Nie tu með kvartettinum Kosmonauci

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Söngkonan Tiemy Sutton flytur nokkur lög til heiðurs Bill Evans; Blue In Green, Waltz For Debby, Very Early, Detour Ahead, Never let Me Go og Old Devil Called Moon. Hljómsveit bassaleikarans Brian Bromberg flytur lögin Cantaloupe Island, Chameleon, Mercy Mercy Mercy, Cold Turkey og Shag Carpet. Charles Mingus og hljómsveit leika lögin Devil Blues, Duke Ellington's Sound Of Love og Remember Rockefeller At Attica.
Þáttaröðin Brot úr íslenskri menningarsögu er unnin í samstarfi Rásar 1 og námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. (Áður á dagskrá 2008)
Skyggnst inn í hugarheim fiskverkakonu og borið saman við sönglagatexta áttunda áratugarins. Þátturinn er hluti af þáttaröð sem unnin var í námskeiði um menningarmiðlun við sagnfræðiskor Háskóla Íslands undir handleiðslu Ólínu Þorvarðardóttur haustið 2007.
Viðtal við Guðrúnu Steinu Gamalíelsdóttur. Guðrún er fædd 1937 og hefur starfað við fiskvinnslu í Grindavík frá fimmtán ára aldri.
Þátturinn Morgunpósturinn frá 11.03.1980. Umsjón Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. Bræðurnir Jón og Vilhjálmur Ingvarssynir leiðsegja hlustendum um frystihúsið Ísbjörninn. Elísabet Jónsdóttir fiskmatskona segir frá hlutverki sínu í Ísbirninum.
Umsjón: Rósa Margrét Húnadóttir.
Í Sagnaslóð er leitað fanga úr fortíðinni. Frásagnir úr sögu þjóðarinnar.
Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson.
Efni þáttarins er sótt í bókina Hofdala Jónas og segir þar frá merkum forystusauði Surti og frá Guðmundi Árnasyni sem fór síðar eigin leiðir.
Umsjón: Jón Ormar Ormsson.
Lesari: Sigríður Kristín Jónsdóttir.
Þátturinn var fyrst á dagskrá 28. mars 2008

Veðurfregnir kl. 22:05.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan leitar fanga á millistríðsárunum. Meðal flytjenda eru hljómsveit Joe Venutti og Eddie Lang, Benny Goodman, Billie Holiday, Oscar Peterson, Nat King Cole, Andy Razel, Umberto Marcato og Christina Denise.
Þátturinn var fyrst á dagskrá 19. janúar 2006
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks, Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokks og Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins. Þau ræddu meðal annars frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald, sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og stöðuna á Alþingi.
Umsjón: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Útvarpsfréttir.

Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Þáttur dagsins er alveg helgaður Eurovision Song Contest sem haldin er í Basel í kvöld en þar munu Væb bræður og dansarar þeirra stíga á svið ásamt 25 öðrum atriðum. Felix er hluti af íslenska teyminu og veitir hlustendum innsýn inn í Eurovision tyggjókúluna og spilar ný og gömul Eurovision og Söngvakeppnislög
Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.
Sandra Barilli og Gísli Marteinn fá til sín Emilíönu Torrini í spjall og fylgja hlustendum í gegnum laugardagsmorguninn með góðu spjalli og skemmtilegri tónlist.
MANNAKORN - Einhverstaðar Einhverntíman Aftur.
STJÓRNIN - Ég Lifi Í Voninni.
DAÐI FREYR - Whole Again.
HJALTALÍN - Baronesse.
SALVADOR SOBRAL - Amar Pelos Dois (Eurovision 2017 - Portúgal).
LAY LOW - Please Don?t Hate Me.
MAHMOOD - Soldi (Eurovisíon 2019 - Ítalía).
PÁLMI GUNNARSSON - Hvers vegna varst'ekki kyrr?.
EMILÍANA TORRINI - Perlur Og Svín.
Emilíana Torrini - Sunny road.
Emilíana Torrini - Let's keep dancing.
EMILÍANA TORRINI - Jungle Drum.
Murad, Bashar - Wild West.
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON - Minn Hinsti Dans.
HATARI - Hatrið mun sigra
Útvarpsfréttir.
Framferði Ísraelshers á Gaza jafngildir þjóðernishreinsunum segir Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Skipulagðar árásir á sjúkrahús, eyðilegging heilu byggðarlagana og hindrun á afhendingu hjálpargagna séu brot á alþjóðalögum.
Foreldrar barna á meðferðarheimilinu Stuðlum kalla eftir aðgerðum í málefnum barna í vanda. Þau segja erfitt að horfa upp á börn sín innan um önnur sem hafa jafnvel framið alvarleg afbrot.
Langvarandi dvöl inn á bráðasjúkrahúsi skerðir lífsgæði, segir forstjóri Landspítalans. Hann vonast til að hægt verði að stytta biðlista eftir hjúkrunarrýmum til að spítalinn geti betur sinnt verkefnum sem þar eigi heima.
Raforkuöryggi Grindavíkur er ófullnægjandi að mati bæjarráðs. Bæjarstjóri segir nýjan og öflugri rafstreng væntanlegan.
Umboðsmaður barna segir að öryggi barna og friðhelgi einkalífs þeirra sé ógnað með samfélagsmiðlum. Hún segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af því að börn eigi sína eigin samfélagsmiðlareikninga eða séu mjög sýnileg á reikningum foreldra sinna, sem eru áhrifavaldar.
Í kvöld er komið að úrslitastund í Eurovison. Væb-hópurinn eru tíundu á svið, en dómararennslið í gærkvöldi gekk vel.
Fjölskyldufólk lagði land undir fót og skellti sér austur í blíðuna til Atlavíkur. Spáð er yfir tuttugu stiga hita á Hallormsstað næstu daga.
Kvennalið Vals í handbolta spilar í dag hreinan úrslitaleik um Evrópubikarinn á Hlíðarenda. Þetta er stærsti íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi að mati þjálfara liðsins.
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.
Það var einmunablíða um allt land þegar Helgarútgáfan sigldi af stað þennan laugardaginn. Kristján Freyr bar fram snarfína tónlist fram eftir degi, læddi nokkrum Eurovision slögurum inn á milli eldri smella úr söngvakeppninni héðan heima í bland við nýtt og eldra. Svona er sumarið er dagskrárliður sem hóf göngu sína í síðasta þætti og það var hann Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem sagði hlustendum frá því hvernig sumarið horfir við honum og hans fólki.
Slegið var á þráðinn í Hannesarholt í Reykjavík þar sem þeir Níels Thibaud Girerd og Gunnar Smári Jóhannesson höfðu skipulagt mikla Eurovision dagskrá.
Hér er svo efnisskrá þáttarins:
Frá kl. 12:45:
EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON - Norðurljós.
Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.
Vinir vors og blóma - Frjáls.
Michael, George - Freedom 90.
ABBA - Waterloo.
BRÆÐRABANDALAGIÐ - Sólarsamba.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Hugarórar.
STUÐMENN - Út á stoppistöð.
KAJAGOOGOO - Too Shy.
Chappell Roan - The Giver.
EYÞÓR INGI & LAY LOW - Aftur Heim Til Þín.
STEVIE WONDER - Higher Ground.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Þú trumpar ekki ástina.
Frá kl. 14:00:
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Sóley.
THE KINKS - Where Have All The Good Times Gone.
VÆB - Róa.
Daníel Ágúst Haraldsson - Það sem enginn sér.
THE BLACK CROWES - Hard To Handle.
Kristmundur Guðmundsson - 10 km.
ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Ég Læt Mig Dreyma.
EYJÓLFUR KRISTJÁNS OG STEFÁN HILM - Draumur Um Nínu.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - All over the world.
BJÖRG PÉ - Timabært.
Frá kl. 15:00:
Haukur Morthens - Rokk Kalypsó Í Réttunum.
ROXY MUSIC - Love Is The Drug.
MARGARET BERGER - I Feed You My Love.
PHIL OAKLEY AND GIORGIO MORODER - Together In Electric Dreams (80).
Williams, Deniece - Let's hear it for the boy.
KK - Hafðu engar áhyggjur.
Green Day - When I Come Around.
Doechii - Anxiety.
Loreen - Euphoria (Eurovision 2012 - Sweden).
Bang Gang - Stop in the name of love.
QUEENS OF THE STONE AGE - No One Knows.
Miller-Heidke, Kate - Zero Gravity (Australia).
Ruslana - Wild Dances.
EINAR ÁGÚST & TELMA - Tell me!.
Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!
Steiney Skúladóttir leysti Röggu Holm af í þætti dagsins. GMT, Eurovision útgáfa með VÆB. Waterloo var margra smella undrið og hlustendur voru duglegir að senda inn óskalög í óskalagaboxið.
Lagalisti:
Stuðmenn - Ofboðslega Frægur
Olsen Brothers - Smuk Som Et Stjerneskud
CMAT - Running/Planning
Alexander Rybak - Fairytale
Start - Seinna Meir
Dana - All Kinds Of Everything
Redbone - Come And Get Your Love
Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar - Sólarsamba
Páll Óskar Hjálmtýsson - Minn Hinsti Dans
Charli XCX - Von Dutch (Clean)
Friðrik Dór Jónsson - Hringdí Mig
Laufey Lín - Tough Luck
Eric Saade - Popular
Ed Sheeran - Azizam
Silvía Nótt - Til Hamingju Ísland
Käärijä - Cha Cha Cha
Spilverk Þjóðanna - Plant No Trees
Beyoncé Knowles - Texas Hold Em
Jeff Who? - Congratulations
Emmsjé Gauti - Taka Mig Í Gegn
Sálin Hans Jóns Míns - Krókurinn
Elton John & Britney Spears - Hold Me Closer
ABBA - Waterloo
Amabadama - Hossa Hossa
Trabant - Nasty Boy
Joy Division - Love Will Tear Us Apart
Selma Björnsdóttir - All Out Of Luck

Bein útsending frá Eurovision söngvakeppninni í Basel í Sviss.
Bein útsending frá úrslitakvöldi Eurovision söngvakeppninnar í Basel í Sviss.
Þulir eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Gunnar Birgisson.
Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Það var róleg og ljúf stemmning í þættinum í kvöld.
Tónlist þáttarins:
WHITE DENIM - Ha Ha Ha Ha (Yeah).
WHITE DENIM - Pretty Green.
Mac Miller - Hand Me Downs (MP3).
Ljótu hálfvitarnir - Snæbjarnarblús - Kynning (plata vikunnar 2010 22. vika).
Ljótu hálfvitarnir - Snæbjarnarblús.
Creation, The - Making time.
ROD STEWART - Young Turks (80).
Cash, Tommy - Espresso Macchiato (Eistland).
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Einshljóðfærissinfóníuhljómsveitin.