14:30
Kúrs
Videótækið
Kúrs

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.

Í Vídeótækinu er rýnt í kvikmyndasögu Íslands. Í þættinum er farið yfir fimm íslenskar kvikmyndir sem eiga það sameiginlegt að hafa verið kenndar við að vera fyrsta leikna íslenska kvikmyndin í fullri lengd. Gunnar Tómas Kristófersson kvikmyndafræðingur veitir innsýn í umræddar kvikmyndir og svarar því hvaða kvikmynd eigi titilinn raunverulega skilið.

Umsjón: Guðmundur Atli Hlynsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,