12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 4. nóvember 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Sóttvarnalæknir segir að stjórnvöld þurfi að íhuga alvarlega að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða. 144 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Aðeins tvívegis frá upphafi faraldursins hafa greinst fleiri smit hér á landi, en aldrei hafa fleiri greinst utan sóttkvíar. Hópsmit er komið upp á Akranesi þar sem fimmtíu manns greindust í gær.

Menningarmálaráðherrar Norðurlandanna hafa samþykkt aukið fé til norræns menningarstarfs en fyrirhugaður niðurskurður hafði verið harðlega gagnrýndur. Þá fær Norræna húsið í Reykjavík aukið fjármagn vegna aðkallandi viðgerða.

Undirbúningskjörbréfanefnd vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi er enn að störfum og ekki ljóst hvenær þeim lýkur. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að kynna nýja ríkisstjórn í lok næstu viku.

Utanríkisráðuneytið biðlar til Íslendinga í Eþíópíu að skrá sig hjá danska sendiráðinu þar í landi vegna sívaxandi stríðsátaka í landinu. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir mögulega stríðsglæpi hafa verið framda af báðum stríðandi fylkingum.

Átta mánaða seinkun er fyrirsjáanleg á framkvæmdum við Hólasandslínu, nýrrar háspennulínu frá Hólasandi til Akureyrar. Starfsmenn verktakans frá Bosníu eru á heimleið og koma ekki til landsins aftur fyrr en næsta vor.

Leysingar á Hofsjökli voru óvenju miklar í sumar. Útlit er fyrir að Langjökull verði horfinn fyrir aldarlok og Hofsjökull fyrir lok næstu aldar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,