11:03
Mannlegi þátturinn
Sérfræðingurinn Gunnar sjúkraþjálfari og Heima-Skagi
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Sérfræðingur vikunnar var sjúkraþjálfarinn góðkunni Gunnar Svanbergsson. Margir eru orðnir stirðir og stífir eftir alla þessa inniveru vegna heimsfaraldursins, vegna heimavinnu við tölvuna og svo mætti lengi telja upp. Nú er að skella á vetur sem takmarkar að einhverju leyti útiveru en þá er nú gott að geta leitað í viskubrunn sjúkraþjálfarans en Gunnar sagði okkur í fyrri hlutanum frá til dæmis sambandi öndunar og streitu og í seinni hlutanum svaraði hann spurningum sem hlustendur sendu inn í pósthólf þáttarins [email protected].

Í lok þáttar heyrðum við í Hlédísi Sveinsdóttur, en hún er ein aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Heima-Skaga þar sem hægt verður að labba á milli meðal annars heimila á Akranesi á laugardagskvöld og njóta lifandi tónlistar.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,