Sankti María, sestu á stein

Fimmti þáttur

Meðal þeirra dýrlinga sem koma við sögu í þessum þætti eru Anna móðir Maríu meyjar, Ólafur helgi Noregskonungur, Ágústínus, Lárentíus, Egidíus og Máritíus. Ólafur helgi var vinsæll dýrlingur á Norðurlöndum, en ekki er víst líf hans þætti kristilegt á dögum. Margir Íslendingar ortu um hann kvæði og einnig eru til um hann íslenskar þjóðsögur, en samkvæmt einni þeirra á hann hafa kveðist á við tröllskessu þegar hann var fimm ára. Helgisaga af Ágústínusi hefur einnig ratað inn í íslenskar þjóðsögur og heitir þar „Heimski presturinn". Máritíus var eini miðaldadýrlingurinn sem var svartur á hörund, en nóttina eftir messu hans, árið 1241, var unnið verk sem illræmt hefur orðið í Íslandssögunni. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir. Lesarar eru Kristján Franklín Magnús og Jórunn Sigurðardóttir.

Frumflutt

4. nóv. 2021

Aðgengilegt til

17. ágúst 2024
Sankti María, sestu á stein

Sankti María, sestu á stein

Um hlutverk dýrlinga í íslensku mannlífi fyrr á öldum.

Átta þátta röð um dýrlingatrú á Íslandi á fyrri öldum. Enda þótt reynt væri uppræta tignun dýrlinga hér á landi eftir mótmælendatrú tók við af hinni kaþólsku á 16. öld reyndist dýrlingatrúin furðu lífseig. Jafnvel eftir siðaskipti voru ort og sungin kvæði um dýrlinga, og þeir rötuðu inn í þjóðtrú og þjóðsögur. Í þáttunum verður fjallað um íslenska menningu tengda dýrlingum: tónlist, ljóð, sögur og þjóðtrú. Nokkrar tónsmíðar úr íslenskum fornhandritum voru hljóðritaðar sérstaklega fyrir þættina í flutningi Benedikts Kristjánssonar söngvara. Í fyrsta þætti verður sjónum beint fjórum dýrlingum: Antoníusi, Agnesi, Páli og Brígið, og reynt verður svara ýmsum spurningum, svo sem þessum: Hvaða kraftaverk gerði heilagur Antoníus á Íslandi árið 1417? Af hverju á gefa hröfnum á Pálsmessu? Hver var Flauta-Bríet? Umsjón með þáttunum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,