16:05
Víðsjá
Heimkynni, Hvunndagshetjur, Stanislaw Lem, Þung ský
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Hér er saga sem fær hjarta þitt til að bresta. Á þessari setningu úr ljóðinu Blý eftir bandaríska ljóðskáldið Mary Oliver hefst pistill Dags Hjartarsonar í dag. Hugleiðingar um himbrima og heimkynni þeirra, flytja pistlahöfund að hugmyndum samfélags okkar mannanna um heimili og heimilisleysi.

Við getum kannski pakkað sársauka annara inn í fjögurra fermetra kassa í atvinnuhúsnæði á Höfða, en það er algjör misskilningur að halda að þessir kassar springi ekki framan í okkur.

Heimkynni er líka hugmynd sem kemur fyrir í Heimildamyndin Hvunndagshetjur sem frumsýnd er í kvöld í Bíó Paradís. Myndin fjallar um fjórar konur sem eiga það sameiginlegt að hafa búið á Íslandi í tuttugu ár. Þær eru fæddar í Bosníu, Jamaíku, Póllandi og Tyrklandi, og allar hafa þær sína sögu af því hvað leiddi þær til Íslands. Við ræðum við Magneu Björk Valdimarsdóttur, höfund myndarinnar.

Við heyrum af öðrum höfundi, pólska vísindaskáldsagnahöfundinum Stanislaw Lem. Lem hefði orðið hundrað ára í ár og af því tilefni efnir pólska sendiráðið í samstarfi við Háskóla Íslands til kvikmyndahátíðar í Veröld, húsi Vigdísar.

Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir ræðir við þær Anastasiu Glogovska og Mariu Krasnodebska frá Sendiráði Póllands á Íslandi um pólska skáldið Stanislaw Lem.

Og Við fáum að heyra hvað bókarýni Víðsjár, Grétu Sigríði Einarsdóttur, fannst um nýjustu skáldsögu Einars Kárasonar, Þung ský.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,