16:05
Víðsjá
Iðavöllur, Stanslaus titringur, fiðlukonsert, Ekki er hægt að útiloka
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Í Víðsjá dagsins verður haldið í Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur en þar verður opnuð í kvöld samsýningin Iðavöllur - Íslensk myndlist á 21. öld. Þuríður Jónsdóttir tónskáld segir frá nýjum fiðlukonserti sínum sem Una Sveinbjarnardóttir leikur einleik í á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Einnig verður rætt við myndlistarmanninn Siggu Björg Sigurðardóttir sem opnaði sýninguna Stanslaus titringur í Borgarbókasafninu í Gerðubergi síðastliðinn laugardag. Á sýningunni má sjá verk úr nýrri seríu af teikningum Siggu Bjargar stækkuð á veggi andyrisins en einnig hreyfimyndverkið Fimm óp - óður til óttans og Edvards Munch. Og loks flytur Halldór Armand Ásgeirsson hlustendum pistil sinn þar sem hann fjallar um frasann: Ekki er hægt að útiloka ...

Umsjón Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,