06:50
Morgunvaktin
Vegaframkvæmdir, pylsustríð og peningaseðlar
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Framkvæmt verður í vegakerfinu fyrir 35 milljarða króna á árinu. 23 milljarðar fara í nýframkvæmdir og um 13 í viðhald. Berþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri sagði frá helstu verkefnum.

Upp er risin deila milli Bretlands og Evrópusambandsins vegna framkvæmdar Brexit-samningsins. Samkvæmt honum er Norður-Írland hluti af innri markaði ESB og vöruflutningar milli Englands og Norður-Írlands því háðir skilyrðum. Því vill Boris Johnsson forsætisráðherra ekki una en forsvarsmenn ESB segja hann ekki hafa val.

35 ár eru í dag síðan 5000 króna seðillinn var settur í umferð. Af því tilefni ræddi Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri um seðlanotkun, rafræna greiðslumiðlun og Ragnheiði Jónsdóttur sem prýðir seðilinn.

Tónlist:

Lysthúskvæði - Hamrahlíðakórinn,

Les Tendres Plaintes - Víkingur Heiðar Ólafsson.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórhildur Þorkelsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,