12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 10. júní 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Of mikill ágreiningur var um stofnun hálendisþjóðgarðs og of lítill tími til að sætta ólík sjónarmið, segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður Framsóknarflokksins segir enga skynsemi í að afgreiða málið núna. Landvernd telur þingið hafa brugðist með því að afgreiða ekki lög um stofnun þjóðgarðsins.

Von er á nýju minnisblaði frá sóttvarnalækni á næstu dögum, jafnvel fyrir helgi. Margt bendir til þess að viðnámsþróttur gegn COVID-smiti sé að verða býsna góður.

Dræm mæting var í Laugardalshöll í morgun þar sem bólusett var með bóluefni Janssen. Heilsugæslan hefur boðað nokkra árganga með skömmum fyrirvara.

Hraunstraumurinn úr gígnum í Fagradalsfjalli er jafn en ekki hafa sést strókar upp úr honum síðan í nótt.

Bretar og Evrópusambandið deila hart um framkvæmd Brexit-samkomulagsins á Norður-Írlandi. Fundur í Lundúnum í gær var árangurslaus.

Foreldrar á Egilsstöðum sem hafa ekið með dóttur sína til talmeinafræðings á Akureyri þurfa að hætta því þar sem talmeinafræðingurinn hefur útskrifast úr námi. Sjúkratryggingar greiða ekki fyrir þjónustu hans fyrr en hann hefur öðlast tveggja ára starfsreynslu.

Deildarmyrkvi á sólu var í morgun. Útlit var fyrir að hann sæist illa eða ekki, en annað kom á daginn.

Starfsemi samtaka rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnys gegn spillingu heldur áfram þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að þau séu öfgasamtök. Evrópusambandið fordæmir niðurstöðuna.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,