23:05
Lestin
Plötubúðir, fyrsta platan, nýja Gusgus platan (og skemmdarverk)
Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Við einbeitum okkur að plötum og plötubúðum í tilefni af alþjóðlega plötubúðadeginum sem verður haldinn hátíðlegur nú á laugardag.

Þó að hægt sé að nálgast endalaust magn tónlistar á streymisveitum á borð við Spotify er enn margir sem kaupa plötur og geisladiska, og eldhugar eru meira að segja enn að opna nýjar plötubúðir. Plötubúðin.is opnaði sem netverslun í byrjun síðasta árs en hefur nú opnað verslun í Trönuhrauni í Hafnarfirði. Við heimsækjum búðina í Lest dagsins.

Í meira en aldarfjórðung hefur GusGus verið í framvarðasveit danstónlistarinnar. Meðlimaskipan hefur breyst reglulega í gegnum tíðina og nú hefur sveitin bætt við sig Margréti Rán Magnúsdóttur söngkonu úr hljómsveitinni Vök. Hún spilar stórt hlutverk á nýjustu plötu Gus Gus, Mobile Home, en Davíð Roach Gunanrsson rýnir í plötuna í þættinum.

Það eru margir tengdir sterkum tilfinningaböndum þeirri plötu, kasettu eða geisladisk sem þeir keyptu fyrst. Í Lestinni í dag fáum við nokkra vel valda tónlistarunnendur í útvarpshúsinu til að segja okkur frá fyrstu plötunni sem þeir keyptu.

En við byrjum á örstuttu símtali um skemmdarverk á listasýningu í Gerðubergi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,