06:50
Morgunútvarpið
10. júní - Lambakjöt, málfar, tæknivinir, atvinnumál, fótbolti, lottó
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Við byrjuðum daginn á því að spjalla um lambakjöt en uppskriftavefurinn islensktlambakjot.is var nýlega opnaður. Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Icelandic lamb kíkti til okkar og ræddi lambakjötið og mikilvægi íslenskra afurða t.d. þegar kemur að neyslu erlendra ferðamanna.

Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur mætti í sitt vikulega málfarsspjall eftir fréttayfirlit kl. hálfátta og ræddi m.a. orðið sólmyrkva.

Og svo fræddumst við um Tæknivini, þjónustu sem miðar að því að leiða saman eldri borgara, sem þarfnast ráðgjafar í tæknilegum málum og yngra fólk, eða tæknivini, sem býr að þekkingu og kunnáttu á því sviði. Skúli Ólafsson veit allt um þetta og hann kom til okkar í spjall.

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra var gestur okkar eftir áttafréttir, en í dag kemur út mánaðarleg skýrsla Vinnumálastofnunar, Staða og horfur á íslenskum vinnumarkaði. Þar er að finna ýmislegt áhugavert og ljóst að atvinnulífið er að taka hressilega við sér. Við ræddum helstu niðurstöður við ráðherrann ásamt fleiru.

Við settum okkur í fótboltagírinn undir lok þáttar og spjölluðum við Huldu Mýrdal, sem er önnur tveggja að baki hlaðvarpinu og samfélagsmiðlinum Heimavellinum. Þær stöllur brenna fyrir boltann og hafa lyft grettistaki í að auka umfjöllun og sýnileika kvennaknattspyrnunnar. Nú eru tveir vináttuleikir við Íra fram undan og við spáðum aðeins í spilin fyrir þá leiki.

Við heyrðum í Halldóru Maríu Einarsdóttur hjá Íslenskri getspá og spurðum út í risavinning Íslendings í Vikinglotto í gær.

Tónlist:

SSSól - Leyndarmál.

Sigurður Guðmundsson - Kappróður.

Þú og ég - Í útilegu.

Stuðmenn - Vorið.

GDRN - Vorið.

Sálin hans Jóns míns - Undir þínum áhrifum.

Celeste - Tonight, tonight.

Var aðgengilegt til 10. júní 2022.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,