12:03
Hádegið
Góða fólkið og jómfrúarávarp Bidens forseta til Bandaríkjaþings
Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Í fyrri hluta Hádegisins er fyrirbærið ?góða fólkið? örskýrt. Hver eru góða fólkið? Ert þú hluti af því hlustandi góður? Og ef ekki, hvað ertu þá? Tilheyrirðu þá vonda fólkinu? Hugtakið góða fólkið hefur verið áberandi samfélagsumræðunni hér á landi síðustu ár. Einhverjir höfðu spáð því að það myndi fljótt deyja út, en virðist en lifa góðu lífi. Til að skilja góða fólkið betur, eða allavega hver þau eru, er við hæfi að njóta aðstoðar Atla Fannars Bjarkasonar. Örskýringar Atla Fannars eru vikulegur liður hér í Hádeginu, þar sem hann útskýrir flókin efni á einfaldan hátt.

Í dag eru hundrað dagar frá því hinn sjötíu og níu ára gamli Joe Biden tók við embætti forseta Bandaríkja, og varð hann þá fertugasti og sjötti maðurinn til að gegna þessu valdamikla embætti. Þessu fyrstu hundrað dagar hafa verið viðburðaríkir fyrir nýja forsetann; hann tók við nokkuð erfiðu búi af fyrirrennara sínum Donald Trump; ekki það að í stjórnartíð Trump hafi efnahagsleg óstjórn verið raunin, því fer fjarri. Nei, það var kórónuveiran, útbreiðsla hennar og fylgifiskar, sem léku Bandaríkjamenn grátt á síðasta ári. Á síðasta ári létust yfir hálf milljón Bandaríkjamanna af völdum veirunnar, en virðist allt horfa til betri vegar. Bólusetningar ganga vel vestanhafs og á næstu mánuðum munu stjórnvöld verja milljöðrum dollarra til þess að byggja upp efnahags landsins að nýju. Þetta er meðal þess sem fram kom í ræðu Bidens á Bandaríkjaþingi í gær, þeirri fyrstu frá því hann tók við embætti forseta.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Var aðgengilegt til 29. apríl 2022.
Lengd: 58 mín.
,