06:50
Morgunvaktin
Spenna yfir styttingu vaktavinnu, Boris og vorverkin í sveitinni
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Það verða engar kröfugöngur á baráttudegi verkalýðsins, fyrsta maí, annað árið í röð og í annað sinn síðan 1923. Nú sem fyrr eru þó baráttumálin mörg. Stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki tekur gildi um mánaðarmótin en hún hefur verið ansi flókin í framkvæmd. Þá hefur heimsfaraldur varpað ljósi á mikilvægi opinberra starfsmanna sem hafa margir verið í framlínunni undanfarna mánuði. Við ræddum við Sonju Þorbergsdóttur, formann BSRB.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í verulegum vandræðum vegna nokkurra mála. Meðal annars vegna þess að hann hefur ekki upplýst nægilega vel hver borgaði margra milljóna króna endurbætur á íbúð sem hann hefur til umráða í Downing-stræti, mál sem nú er komið til rannsóknar hjá kosningaeftirlitinu í Bretlandi. Þá er Johnson sagður hafa sagt síðastliðið haust að honum væri sama þótt líkin hrönnuðust upp, hann vildi ekki skella landinu aftur í lás. Við ræddum þetta við Boga Ágústsson í Heimgslugga vikunnar.

Vorverkin kalla í sveitum landsins. Sauðburðurinn nær hámarki í maí en er víða hafinn og margir farnir að undirbúa heyskap. Þessi annasamasti tími ársins hjá bændum er genginn í garð. Þeir þurfa margir að sinna ýmsum störfum meðfram bústörfum og að ýmsu að huga. Við töluðum við Salbjörgu Matthíasdóttur og Jónas Þór Viðarsson bændur í Árdal í Kelduhverfi í Norðurþingi um hljóðið í bændum, sauðburð, heimaslátrun sem stendur til að leyfa bráðlega, nýsköpun í sauðfjarrækt og fleira.

Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Þórhildur Þorkelsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Your song - Elton John

Rocket man - Elton John

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,