14:03
Á tónsviðinu
Egill Jónsson klarinettleikari
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu Egils Jónssonar, eins merkasta klarínettleikara Íslands á 20. öld. Egill var fyrsti klarínettleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá stofnun hennar 1950. Fjallað er um Egil og fluttar hljóðritanir af klarínettleik hans. Meðal annars verður lesið úr bréfum sem hann skrifaði bróður sínum frá Manchester, en þau gefa skýra mynd af brennandi tónlistaráhuga Egils. Umsjón hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesarar eru Felix Bergsson og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.

Var aðgengilegt til 28. júlí 2021.
Lengd: 50 mín.
,