17:03
Lestin
Forseti Smartlands í einkaviðtali
Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Í Lestinni þennan fimmtudaginn setjumst við niður með Mörtu Maríu Jónasdóttur, ritstjóra Smartlands á mbl.is. Smartlandið ættu flestir Íslendingar að þekkja. Það er í senn einn vinsælasti vefur landsinsen hann er jafnframt einn sá umdeildasti. Í næstu viku eru 10 ár frá því að smart-landamærin opnuðust hið fyrsta sinni og út flóðu fréttir af fólki, fötum og fasteignum.Við ætlum að kynnast þessum áhrifamikla vef betur í Lestinni í dag en einnig sýn ritstjóra hans á blaðamennsku.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,