16:05
Síðdegisútvarpið
29.apríl
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Margt er í gangi í svokölluðum Covid málum þessa dagana. Bólusetningar, fordómar, hópsmit og margar ósvaraðar spurningar. Við tökum stutta upprifjun frá upplýsingafundi almannavarna fyrr í dag.

Í vor lýkur tveggja ára formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og í næsta mánuði mun ráðið funda á Íslandi, en sagt hefur verið að þessi fundur sé einn sá mikilvægasti og viðamesti sem haldinn hefur verið á Íslandi. En um hvað snúast nákvæmlega málefni Norðurslóða og af hverju er þetta svona mikilvægt. Gígja Hólmgeirsdóttir ætlar að komast að þessu og fær til sín í hljóðstofu á Akureyri Gunnar Má Gunnarsson, sérfræðing hjá stofnun Vilhjálms Stefánssonar, en hann Gunnar veit allt um þessi mál.

Nú er sá tími árs sem flestir sem hjól eiga dragi þau fram og komi sér af stað á næsta hjólastíg. Dr.Bæk eða Árni Davíðsson hefur aldrei meira að gera en akkúrat núna. Síðdegisútvarpið hitti hann í bílakjallara þar sem tugir hjóla biðu þess að Dr.Bæk yfirfæri þau.

Það sama á við um þá sem eiga reiðhjól og þá sem eiga veiðistangir. Nú klæjar veiðifólk í fingurna og getur varla beðið eftir að komast á næsta bakka og kasta. Stangveiðifrömuðurinn Gunnar Bender kemur og segir okkur frá veiðisumrinu 2021.

Klukkan átta í kvöld verður stofnfundur rafíþróttadeildar Mosó. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir mosfellinga og mun félagið heita Afturelding? Alexander Kárason getur svarað því.

Var aðgengilegt til 29. apríl 2022.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,