18:00
Spegillinn
Verðbólguáhyggjur og ungir umhverfissinnar um stjórnmálin
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Spegillinn 29.4. 2021

Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir

Hægt væri að ná hjarðónæmi hraðar hér á landi ef farið yrði að bólusetja yngstu aldurshópana eða ef boðað yrði handahófskennt í bólusetningu. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Íslensk erfðagreining kynnti í dag. Rætt við Pál Melsted, tölfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að ekki sé hægt að kenna kórónuveirufaraldrinum alfarið um hallarekstur borgarinnar. Afkoman var um 14,8 milljörðum króna undir áætlun í fyrra. Rætt við Dag B Eggertsson, borgarstjóra

Íslenska ríkið hefur undanfarinn áratug greitt að minnsta kosti 39 milljónir í skaðabætur til þeirra sem gengið hefur verið fram hjá með ólögmætum hætti við ráðningar, skipanir og setningar í opinber störf.

NATO er byrjað að kalla herlið frá Afganistan. Embættismaður þar segir að ef Talibanar geri árásir meðan á flutningunum stendur verði þeim svarað af fullri hörku.

Hæstiréttur í Þýskalandi hefur dæmt loftslagsáætlun þýskra stjórnvalda ófullnægjandi. Hún samræmist ekki grundvallarréttindum þar sem hún nái ekki yfir nógu langan tíma.

Lengra efni:

Vaxandi verðbólga er verulegt áhyggjuefni segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ljóst sé að Seðlabankinn bregðist við ef þessi þróun heldur áfram. Arnar Páll Hauksson ræddi við Ásdísi Kristjánsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins

Ungir umhverfissinnar kynna sér nú stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfis- og loftslagsmálum og ætla að leggja mat á hana með sérstökum kvarða sem verður kynntur þegar hann er tilbúinn. Stefnt er að því að það verði 17. maí en einkunn stjórnmálaflokkanna verður birt 3. september. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Tinnu Hallgrímsdóttur, formann Ungra umhverfissinna og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, fv. formann Ungra umhverfissinna.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,