Nýjustu fréttir af Njálu

Tuttuguasti og annar þáttur

Í þættinum er tekin til umfjöllunar ritgerð breska höfundarins Nigel Balchin úr bókinni Fatal Fascination - A Choice of Crime sem kom út hjá Hutchinson og Co í Bretlandi 1964. Ritgerðin nefnist Hinn óafturkræfi glæpur og fjallar um Njáls-brennu.

Umsjónarmaður flytur þýðingu sína á völdum köflum úr ritgerðinni „Hinn óafturkræfi glæpur". Tvær tilvitnanir í lestur Einars Ólafs Sveinssonar á Njálssögu eru fluttar í upphafi og við lok þáttarins. Vitnað er til Nýjustu frétta af Njálu 14. janúar 1984 í samtali við Sigurð Líndal prófessor.

Umsjón: Einar Karl Haraldsson.

(Áður á dagskrá 21. apríl 1984)

Frumflutt

3. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Nýjustu fréttir af Njálu

Nýjustu fréttir af Njálu

Rætt er um hvernig lestri Njálu er háttað, heima og erlendis.

Einar Ólafur Sveinsson les brot úr Njálu í upphafi þáttanna og umsjónarmaður fær til sín gesti til ræða þetta merka rit.

Umsjón: Einar Karl Haraldsson.

Þættir

,