Nýjustu fréttir af Njálu

Tíundi þáttur

Í þættinum er brugðið upp tveimur köflum úr Njálulestri Einars Ólafs Sveinssonar.

Rætt er við Ólaf Þ. Jónsson um marxískt sjónarhorn á Njálssögu og fjallað um óvild Njáluhöfundar í garð Skafta Þóroddssonar lögmanns. Rætt er við Sigurð Líndal prófessor um lögfræðina í Njálu, réttarfarshugmyndir og þróun stjórnskipunarréttar.

Skotið er inn bút úr Njáluþætti 17. desember 1983 þar sem Hermann Pálsson flytur fyrirlestur.

Umsjón: Einar Karl Haraldsson.

(Áður á dagskrá 14. janúar 1984)

Frumflutt

4. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Nýjustu fréttir af Njálu

Nýjustu fréttir af Njálu

Rætt er um hvernig lestri Njálu er háttað, heima og erlendis.

Einar Ólafur Sveinsson les brot úr Njálu í upphafi þáttanna og umsjónarmaður fær til sín gesti til ræða þetta merka rit.

Umsjón: Einar Karl Haraldsson.

Þættir

,