Morgunútvarpið

Staðan hjá Stígamótum,Sverrir Bergmann um pólitíkina og sáttarhönd til Sólveigar Önnu

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifaði færslu á Facebook-síðu sína á sunnudag þar sem hún furðaði sig á því af hverju þáttastjórnendur Vikulokanna á Rás 1 hefðu ekki boðið henni oftar í þáttinn á meðan þeir virtust hafa mikinn áhuga á ræða við kollega hennar, Höllu Gunnarsdóttur formann VR. Sólveig hótaði hætta borga útvarpsgjaldið fengi hún ekki skýr svör innan tveggja sólarhringa og ætlaði þá krefjast þess andvirði gjaldsins yrði lagt inn á köttinn hennar svo hann gæti keypt rækjur. Morgunútvarpið ákvað svara kalli Sólveigar og rétti út sáttahönd í beinni útsendingu.

Á sama tíma og viðvarandi biðlisti eftir þjónustu Stígamóta þá sjá grasrótarsamtökin óbreyttu fram á hallarekstur, tæmda varasjóði og uppsagnir. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir ríkið skuldbinda sig til tryggja ákveðna þjónustu sem Stigamót veita án þess tryggja fjármagnið fylgi. Við heyrðum í Drífu.

Sverrir Bergmann gerði sig gildandi í starfi Samfylkingarinnar fyrir nokkrum misserum og er bæði varaþingmaður og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Hann hyggst hins vegar ekki bjóða sig fram á en það varð ljóst þegar hann tók við starfi samfélags- og sjálfbærnisstjóra hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. En hvað gerist þegar landsfrægur poppari hellir sér út í pólitík? styttist í sveitarstjórnarksingar og við fengum Sverri til okkar og fara yfir pólitíkina.

Strákarnir okkar misstigu sig á EM í handbolta í gær þegar þeir gerðu dramatískt jafntefli við Sviss, eftir hafa verið í eltingarleik allan leikinn. Við heyrðum í okkar manni Einari Erni í Svíþjóð og hann fór yfir stöðuna sem er komin upp.

Frumflutt

28. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,