Morgunútvarpið

Miklir peningar í Pókemon,kröfulisti Laufeyjar og ljósvist í byggingareglugerð

Ljósvist í íbúðarhúsnæði hefur í fyrsta sinn verið skilgreind í byggingareglugerð. Eitt af síðustu verkum Ingu Sæland þáverandi félags og húsnæðismálaráðherra var skrifa undir breytingu á byggingareglugerð þess efnis. Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði kom til okkar og við spurðum hann út í ljósvist og hvort þessi breyting á reglugerðinni framfaraskref.

Listi yfir kröfur fyrir Stofuna á RÚV,  sem Logi Geirsson setti fram í gríni í vikunni, vakti talsverða lukku. Af því tilefni ákvað Morgunútvarpið skoða kröfulista Laufeyjar, skærustu stjörnu okkar Íslendinga, þegar hún kemur fram á tónleikum. Þar kemur ýmislegt á óvart.

Fyrsti leikur Íslands á EM í handbolta er síðar í dag þegar við mætum Ítölum. Við setti, okkur í samband við Einar Örn Jónsson sem er staddur ytra og spurðum út í stemninguna í íslenska hópnum.

Vinsældir Pokémon-spjalda og körfuboltamynda eru í sögulegu hámarki um þessar mundir. Safnarar kaupa slíkar myndir og spjöld á háar upphæðir og í gær bárust fréttir frá New York þar sm kom fram þjófar hafi haft með sér Pokémon-spjöld sem eru metin á 12 milljónir íslenskra króna í vopnuðu ráni í New York. Barði Páll Böðvarsson og Gunnar Valur G. Hermannsson frá Pokéhöllinni komu til okkar og útskýrðu þennan bransa en þeir standa fyrir Cardshow Iceland í Kaplakrika í lok febrúar þar sem söluaðilar, kaupendur og safnarar koma saman.

venju fengum við til okkar okkar góða gesti til renna yfir það helsta í fréttum í vikunni. Það er óhætt segja vikan hafi verið viðburðarík og því hlökkuðum við til þær Auðbjörgu Ólafs og Sóleyju Kristjáns til okkar en þær hafa verið gera gott mót með uppistands sýningunni Konur þurfa bara.

Frumflutt

16. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,