Morgunútvarpið

Fundur um framtíð Grænlands,Jakob Birgis í nikótínfráhvörfum og upphitun fyrir EM í handbolta

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Danmerkur og Grænlands hittust á sögulegum fundi í gær. Donald Trump hefur ítrekað líst yfir hann vilji Bandaríkin eignist Grænland en formaður landsstjórnar Grænlands segir Grænlendinga ekki hafa áhuga á því. Halla Hrund Logadóttir, þingmaður og aðjúnkt við Harvard, þekkir málefni Grænlands og norðurslóða vel og rýndi hún í viðbrögð heimsins við fundinum í Morgunútvarpinu.

Ragnar Þór Marinósson eða Raggi bleikja, rekstrarstjóri Tungusilungs, biðlar til einhleypra kvenna flytja á sunnanverða Vestfirði, enda nóg af einhleypum körlum þar með fínar tekjur. Við heyrðum í Ragga.

Nikotínpúða njóta ótrúlegra vinsælda hér á landi og velta söluaðilar slíkra púða hundruð milljóna árlega. Á nýju ári hafa fjölmargir ákveðið leggja púðana á hilluna og einn af þeim er Jakob Birgisson, Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, en hann mætti til okkar eftir hafa verið níkótínlaus í tvo sólarhringa. Af hverju ákvað hann hætta og hvernig gengur? Við fórum yfir stöðuna með Jakobi.

Íslands leikur sinn fyrsta leik á EM í handbotla gegn Ítölum á morgun en mótið hefst í dag. RÚV fjallar sjálfsögðu vandlega um leikina á mótinu og við fengum tvo af máttarstólpum þeirrar umfjöllunar í heimsókn, þau Kára Kristjáns og Helgu Margréti og spáðum í spilin.

Frumflutt

15. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,