Morgunútvarpið

„Coolcation“,leikskólavandinn,viltu finna milljón og blessað byrjendalæsið

Veðrið á Íslandi er örugglega ekki ofarlega á lista yfir það sem dregur ferðamenn til landsins en það gæti verið breytast. Í nýrri viðhorfskönnun sem hátt í 400 ferðaþjónustuaðilar tóku þátt í kemur fram kaldara loftslag á meðal helstu tækifæra ferðaþjónustunnar í náinni framtíð en slík ferðamennska kallast: „coolcation“. Skýrslan var kynnt í ferðaþjónustuvikunni 2026 sem stendur yfir og kortleggur strauma og tækifæri í ferðaþjónustu á Íslandi. Við fengum til okkar Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar og Sævar Kristinsson sem er verkefnastjóri og framtíðar fræðingur hjá KPMG.

Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri til margra ára og fyrrverandi alþingismaður, hvetur frambjóðendur til sleppa frösunum í væntanlegri kosningabaráttu og hugsa út fyrir kassann í leikskólamálum. Hún biðlar til frambjóðenda sýna hugrekki og kalla atvinnulífið til samtals, samstarfs og samábyrgðar. Nichole mætti til okkar í Morgunútvarpið og ræddi leikskólamálin, sem verða eflaust sjóðandi heitt kosningamál.

Þriðja þáttaröðin af Viltu finna milljón fer í loftið í næstu viku en í þáttunum keppir fólk í taka fjármál fjölskyldunnar í gegn. Stjórnendur þáttarins, þau Hrefna Björk Sverrisdóttir og Arnar Þór Ólafsson, hafa séð fólki náð mögnuðum árangri þegar kemur því taka til í fjármálunum og komu til okkar með bestu sögurnar.

Ingu Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, var tíðrætt um læsi barna í viðtali í Kastljósi í gærkvöldi. Inga sagðist vilja fara nýjar leiðir í lestrarkennslu barna, nefndi verkefni Kveikjum neistann og finnska leiðin verði farin. Inga segir menntakerfið hafi brugðist börnum landsins og byrjendalæsisstefna, sem tekin var upp á sínum tíma, orsök þess fimmtíu prósent drengja útskrifist með lélegan lesskilning. Við ræddum byrjendalæsisstefnu, hljóðaaðferð og lesskilning við Rannveigu Oddsdóttur dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri en hún hefur rannsakað þróun lestrarfærni barna í 1. og 2. bekk í byrjendalæsisskólum.

Frumflutt

14. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,