Morgunútvarpið

Sóli Hólm, betri skjávenjur á nýju ári, klikkuð heilsuráð og 642 milljóna lottóvinningur

Grínistinn Sóli Hólm sló í gegn sem Inga Sæland í áramótaskaupinu. Fáir enduðu árið betur en Sóli en sýning hans, Jóli Hólm, sló rækilega í gegn í Bæjarbíó í desember og þar komust færri en vildu. Við heyrðum í Sóla sem var á leiðinni út í sólina.

Anna Laufey Stefánsdóttir tölvunafræðingur hjá Stafrænni velferð, veltir því upp í pistli á Vísi hvort áramótaheitið 2026 betri skjávenjur. Í pistlinum gefur hún fólki góð ráð til taka til í stafræna lífinu og skapa meira jafnvægi og vellíðan. Anna Laufey kíkti í Morgunútvarpið.

Ótrúlegustu hlutum er haldið fólki í nafni næringar og bætrar heilsu og ljóst er það mun ekki minnka á nýju ári. En hvað var það klikkaðasta sem var í tísku í heilsugeiranum á síðasta ári og hvað mun dynja á okkur á nýju ári? Böðvar Tandri Reynisson er þjálfari með meistaragráðu í Matvælatækni og næringafræði. Hann var á línunni frá Kaupmannahöfn.

Íslendingur vann 642 milljónir í Víkinglottó um helgina og þegar við náðum Halldóru Maríu Einarsdóttur hjá Íslenskri getspá var hún fara hafa samband við vinningshafann.

Frumflutt

2. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,