Morgunútvarpið

Skólameistari Borgarholtsskóla, gusuæði og hvað gera Danir betur?

Æskuvinkonurnar Ásdís Vala Freysdóttir sálfræðingur og Hjördís Hafsteinsdóttir talmeinafræðingur eru á bak við Orðablik, sem er frumkvöðlafyrirtæki sem ætlað er efla málþroska barna og stuðla gæðastundum með þeim. hafa þær sent frá sér Jólablik, sem tvinnar saman jólasögu, samveru og dagatal fram jólum. Í sögunni er fjölbreyttur orðaforði og á hverri opnu eru ákveðin orð tekin fyrir og útskýrð nánar með það markmiði efla orðaforða barna.

Hvernig tökum við á móti þeim upplýsingum vikunnar við séum allt of þung og óhollustusöm án þess fyllast skömm og bugast? Og það þegar jólin eru framundan? Ragnhildur Þórðardóttir heilsusálfræðingur sagði okkur hvernig við skrúfum hausinn rétt á.

Gusuæði virðist hafa heltekið þjóðina en ásamt því stunda gusurnar hópast fólk í sérstakt gusumeistaranám þar sem það kynnist töfraheimi sánagúsiðjunnar og lærir mikilvægan grunn til leiða gusandi góða gusu. En hvað er gusa, hvaðan kom það og hver er munurinn á gusu og hefðbundinni sánu? Gusumeistarinn Vala Baldursdóttir leit við í Morgunútvarpinu en hún hefur ferðast víða og kennt fólki listina gusa.

Ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar menntamálaráðherra framlengja ekki skipunartíma Ársæls Guðmundssonar sem skólameistara Borgarholtsskóla hefur verið talsvert umtöluð. Ársæll leit við hjá okkur í síðasta bolla þáttarins.

Frumflutt

4. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.

Þættir

,