Morgunútvarpið

8. sept. -Chipocalypse now, Norðmenn kjósa, fljúgandi furðuhlutir o.fl..

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið út forsetatilskipun um breyta heiti varnarmálaráðuneytisins í stríðsmálaráðuneyti. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor fer yfir málið með okkur.

Hallgrímur Indriðason, fréttamaður, verður á línunni frá Noregi þar sem kosið er til þings í dag.

Sævar Helgi Bragason um vísindafréttir.

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, og Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ræða þingveturinn framundan.

Við förum síðan yfir íþróttir helgarinnar, venju samkvæmt.

Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) sem fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli minnir fólk á við getum öll stutt við lesskilning barna. Auður Soffía Björgvinsdóttir aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands lítur við.

Frumflutt

8. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,