Morgunútvarpið

20. ágúst -Hjólaspjall, kynfræðsla fyrir leikskólabörn, innkallanir o.fl..

Við höfum mikið fjallað um aukinn umferðarþunga í vikunni en höfum um leið verið minnt á hve dásamlegt það getur þá verið hjóla fram hjá allri umferðinni. Við spjöllum um hjólamálin við Búa Bjarmar Aðalsteinsson, stjórnanda hlaðvarpsins hjólavarpið.

Foreldar allra leikskólabarna í Reykjavík fengu bréf frá borginni í gær. Þar kemur meðal annars fram kynfræðsla ein helsta forvörnin gegn kynferðislegu ofbeldi. Hvernig á kynfræðsla til leikskólabarna fara fram? Indíana Rós kynfræðingur lítur við hjá okkur.

Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar pappír leyndist í mexíkóskri kjúklingasúpu sem var innkölluð af heilbrigðiseftirlitinu í kjölfarið. Við ræðum mál sem þetta og það ferli sem fer af stað við Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóra matvælaeftirlits Reykjavíkurborgar.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir stýrivaxtaákvörðun í dag og Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóri Vísbendingar, ræðir við okkur um leið og ákvörðun liggur fyrir.

Og Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar og formaður vestnorræna ráðsins, verður á línunni frá Grænlandi í lok þáttar þar sem ráðið fundar nú.

Frumflutt

20. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,