Morgunútvarpið

13. ágúst - Akademískt frelsi, efnahagsmál og Brøndby

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, verður á línunni í upphafi þáttar þegar við ræðum skemmtiferðaskip og ferðaþjónustu almennt á svæðinu.

Íslendingar á ferðalögum til Bretlands geta aftur farið nota farsímann þar án þess þurfa greiða aukalega fyrir. Ég ræði við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, um reglur um reiki í Evrópu og næstu skref.

Víkingar eru mættir til Danmerkur þar sem þeir mæta Brönd­by í seinni leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu á morgun. Örygg­is­stjóri Knatt­spyrnu­sam­bands Evr­ópu hef­ur sett leik Brönd­by og Vík­ings á hæsta viðbúnaðarstig í kjöl­far óláta stuðnings­manna í fyrri leik fé­lag­anna í Foss­vogi og ríkislögreglustjóri hefur verið í samskiptum við dönsk knattspyrnuyfirvöld. Sverrir Geirdal, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings, verður á línunni frá Kaupmannahöfn.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, og Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, verða gestir mínir eftir átta fréttir þegar við ræðum stöðu efnahagsmála og óvissu í alþjóðahagkerfinu.

Finn­ur Dell­sén, pró­fess­or í heim­speki við Há­skóla Ís­lands, og Kolbeinn Hólmar Stefánsson, dósent við félagsvísindasvið skólans, verða gestir mínir í lok þáttar en þeir eru ósammála um hvort brotið hafi verið á aka­demísku frelsi ísra­elsks pró­fess­ors, sem hugð­ist flytja er­indi um gervi­greind fyr­ir helgi, en fékk ekki út af mót­mæl­um.

Frumflutt

13. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,