Morgunútvarpið

26. maí - Landamærin, efnahagsmál og OCD

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum gengi krónunnar og efnahagsmálin almennt.

Nokkur umræða hefur verið um nýja áberandi varðturna í Reykjavík sem eiga sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófa á vinsælum ferðamannasvæðum. Arkitekt sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær ferðamenn hljóti gera grín Íslendingum fyrir setja svona upp. Við ræðum þessi mál við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Í Heimild helgarinnar er rætt við Bjarney L. Bjarna­dótt­ir sem gerði rannsókn á þessu -Allir eiga vera mega hressir og með brennandi áhuga. Hún kíkir til okkar.

Við ræðum stöðuna á landamærunum og Schengen-samstarfið við Víði Reynisson, þingmann Samfylkingarinnar og formann allsherjar- og menntamálanefndar, og Sigríði Á. Andersen, þingmann Miðflokksins.

Fyrir helgi voru sagðar fréttir af því Sylvía Rún Hálfdánardóttir fyrrverandi landsliðskona í körfubolta hafi ákveðið slást í lið með Ármanni í Bónus-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð eftir hlé. Sylvía hefur opnað sig á síðustu misserum um baráttu hennar við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) sem varð meðal annars til þess hún lagði körfuboltaskóna tímabundið á hilluna. Sylvía lítur við hjá okkur í lok þáttar.

Frumflutt

26. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,