Morgunútvarpið

20. jan. -Staðan fyrir austan, kjarabarátta kennara, handbolti o.fl.

Tryggvi Freyr Elínarson, samfélagsmiðlasérfræðingur og stjórnandi hjá Datera, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum skammlíft Tik tok bann í Bandaríkjunum sem tók gildi um helgina.

Í dag fer fram innsetningarathöfn Donalds Trump. Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur, ræðir við okkur um stöðuna í bandarískum stjórnmálum.

Rýmingar í Neskaupstað og Seyðisfirði tóku formlega gildi klukkan 18 í gærkvöld. Katla Rut Pétursdóttir íbúi á Seyðisfirði ræðir við okkur um stöðuna.

Samninganefndir Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa fundað um helgina. Náist samningar ekki fyrir mánaðamót hefst verkfall í 21 skóla; 14 leikskólum og 7 grunnskólum, þann 1. febrúar. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands kemur til okkar.

Við ræðum við Helgu Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra veitukerfa hjá Rarik um rafmagnstruflanir og viðgerðir.

Við heyrum í Gunnari Birgissyni, íþróttafréttamanni, sem er í Króatíu á HM karla í handbolta.

Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðmaður í handbolta og sérfræðingur í Stofunni, ræðir við okkur um leikinn í kvöld gegn sterku liði Slóveníu.

Frumflutt

20. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,