Morgunútvarpið

13. jan - Gróðureldar, Grænland og happdrætti

24 hafa látist í það minnsta í eldunum miklu sem geysa í Kaliforníuríki. Við heyrum í Dröfn Ösp Snorradóttur sem er búsett þar og tökum stöðuna.

Í gær var greint frá því upplýsingar hefðu lekið um milljónir notenda ólíkra smáforrita á borð við Tinder og Spotify. Við ræðum þessi tíðindi við Guðmund Arnar Sigmundsson, sviðsstjóra netöryggissveitarinnar CERT-IS, og einnig Tik tok bannið í Bandaríkjunum sem á taka gildi næstu helgi.

Við höldum áfram ræða stöðuna á Grænlandi í ljósi ummæla Donalds Trump en Financial Times birti í gær úttekt á efnahag landsins, stuðningi Dana og hækkanir á grænlenskum hlutabréfamarkaði undanfarna sólarhringa. Við ræðum þessi mál við Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóra Vísbendingar.

Stefán Pálsson, sagnfræðingur, verður gestur okkar eftir átta fréttir en hann heldur erindi á morgun í málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist: Happdrætti: Hinn fullkomni skattur eða tól siðspillingar?

Íþróttir helgarinnar.

Við ræðum pólitísku hliðar eldanna í LA við Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor og sérfræðing í málefnum Bandaríkjanna.

Frumflutt

13. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,