Hin einu sönnu Fjárlög

Áttundi þáttur

Í áttunda þætti er rætt við Gunnar Guttormsson vísnasöngvara og flutt hljóðritun sem hann gerði sjálfur á segulband á 6. áratugnum, en Margrét systir hans leikur þar og syngur upp úr „Fjárlögunum“ lagið „Horfinn er dagur“ og Gunnar syngur með. Einnig kemur lagið „Rís þú unga Íslands merki“ við sögu, en það var stundum sungið þegar gengið var kringum jólatréð á bernskuheimili Gunnars. Síðar í þættinum verður flutt hljóðritun með revíusöngvaranum Lárusi Ingólfssyni. Hann syngur þar Syrpu Óla í Fitjakoti úr revíunni „Allt í lagi, lagsi“ frá 1944. Í þessari syrpu blandast dægurlög stríðsáranna saman við gömul lög, sem mörg eru tekin úr „Fjárlögunum“ og verður útkoman býsna brosleg. Segja „Fjárlögin“ mæti þarna hinum nýja tíma.

Lesari: Pétur Grétarsson.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

25. feb. 2016

Aðgengilegt til

20. ágúst 2024
Hin einu sönnu Fjárlög

Hin einu sönnu Fjárlög

Á árunum 1915-1916 kom út „Íslenskt söngvasafn" í tveimur nótnaheftum, um 300 sönglög, innlend og erlend, sem Sigfús Einarsson og Halldór Jónasson tóku saman. Söngvasafnið varð geysivinsælt og áratugum saman var sungið upp úr því á flestum söngelskum heimilium landsins. Það var í daglegu tali oft kallað „Fjárlögin" því kápumyndin eftir Ríkarð Jónsson sýndi pilt og stúlku sem sátu yfir kindum. Þáttaröðin var gerð árið 2016 í tilefni af 100 ára afmæli Íslensks söngvasafns. Þetta eru 9 þættir og nokkur lög voru hjóðrituð sérstaklega fyrir þáttaröðina með styrk frá Tónskáldasjóði. Umsjónarmaður er Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,