Hin einu sönnu Fjárlög

Fyrsti þáttur

Í fyrsta þætti er fjallað um það hvernig „Íslensku söngvasafni" var tekið og flutt verða ýmis lög úr því. Sjónum verður sérstaklega beint bræðrunum Helga og Jónasi Helgasonum sem eiga mörg lög í safninu. á dögum er þeirra einkum minnst fyrir lögin „Öxar við ána" og „Lýsti sól stjörnustól", en fáir gera sér grein fyrir því þeir voru mikilvægir brautryðjendur í íslensku tónlistarlífi, Jónas fæddur 1839 og Helgi 1848. Fyrir þessa þáttaröð voru gerðar nýjar hljóðritanir af lögunum „Þrútið var loft" eftir Helga og „Við hafið ég sat" eftir Jónas. Síðarnefnda lagið var prentað árið 1881 í danska söngvaheftinu „Firstemmige Sange" og hefur vafalaust verið eitt fyrsta íslenska lagið sem birtist í erlendri nótnabók. Einnig verður flutt hljóðritun af laginu „Nú ég og faðma þig, syngjandi vor" eftir Sigurð, son Helga, en Sigurður er annars þekktastur fyrir lagið „Skín við sólu Skagafjörður". Það er Kammerkór Suðurlands sem syngur í hinum nýju hljóðritunum, en Hilmar Örn Agnarsson stjórnar.

Lesari: Pétur Grétarsson.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

7. jan. 2016

Aðgengilegt til

2. júlí 2024
Hin einu sönnu Fjárlög

Hin einu sönnu Fjárlög

Á árunum 1915-1916 kom út „Íslenskt söngvasafn" í tveimur nótnaheftum, um 300 sönglög, innlend og erlend, sem Sigfús Einarsson og Halldór Jónasson tóku saman. Söngvasafnið varð geysivinsælt og áratugum saman var sungið upp úr því á flestum söngelskum heimilium landsins. Það var í daglegu tali oft kallað „Fjárlögin" því kápumyndin eftir Ríkarð Jónsson sýndi pilt og stúlku sem sátu yfir kindum. Þáttaröðin var gerð árið 2016 í tilefni af 100 ára afmæli Íslensks söngvasafns. Þetta eru 9 þættir og nokkur lög voru hjóðrituð sérstaklega fyrir þáttaröðina með styrk frá Tónskáldasjóði. Umsjónarmaður er Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,