Hin einu sönnu Fjárlög

Sjötti þáttur

Nokkur laganna í „Íslensku söngvasafni“ eru eftir fræga tónsnillinga og þar nefna „Nú tjaldar foldin fríða“ eftir Mozart, „Lofsöng“ eftir Beethoven og „Vorið góða, grænt og hlýtt“ eftir Mendelssohn. Þessi lög eru leikin í þessum sjötta þætti og einnig er rætt við Hjört Ingva Jóhannsson píanóleikara um geislaplötuna „Værð: Íslenskt söngvasafn“, en þar flytja Hjörtur og tenórsöngvarinn Sveinn Dúa Hjörleifsson nokkur lög úr „Fjárlögunum“. Þá verður sagt frá laginu „Þið þekkið fold með blíðri brá“ eftir André Grétry sem var kallað „Hanablessunin“ af því í hendingunni „drjúpi´ hana blessun Drottins á“ kom áherslan á orðið „hana“. Loks verða flutt nokkur lög eftir Friedrich Kuhlau úr leikritinu „Álfhól“.

Lesari: Guðni Tómasson.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

11. feb. 2016

Aðgengilegt til

6. ágúst 2024
Hin einu sönnu Fjárlög

Hin einu sönnu Fjárlög

Á árunum 1915-1916 kom út „Íslenskt söngvasafn" í tveimur nótnaheftum, um 300 sönglög, innlend og erlend, sem Sigfús Einarsson og Halldór Jónasson tóku saman. Söngvasafnið varð geysivinsælt og áratugum saman var sungið upp úr því á flestum söngelskum heimilium landsins. Það var í daglegu tali oft kallað „Fjárlögin" því kápumyndin eftir Ríkarð Jónsson sýndi pilt og stúlku sem sátu yfir kindum. Þáttaröðin var gerð árið 2016 í tilefni af 100 ára afmæli Íslensks söngvasafns. Þetta eru 9 þættir og nokkur lög voru hjóðrituð sérstaklega fyrir þáttaröðina með styrk frá Tónskáldasjóði. Umsjónarmaður er Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,