Hin einu sönnu Fjárlög

Fimmti þáttur

Í fimmta þætti er flutt hljóðritun af fyrsta veraldlega lagi sem prentað var með nótum í íslensku riti. Það er lagið „Bý ég sveita sóknum í“ sem birtist í Riti þess íslenska lærdómslistafélags árið 1787. Hrólfur Sæmundsson syngur lagið. Í Fjárlögunum var það birt með textanum „Líti ég um loftin blá“ eftir Jónas Hallgrímsson. Lagið er skylt Bjarnaborgarmarsinum finnska sem var vinsælt viðfangsefni íslenskra lúðrasveita í kringum aldamótin 1900. Í skáldsögunni „Brekkukotsannál“ lýsir Halldór Laxness því þegar lúðrasveit bíður niðri á bryggjunni í hellirigningu til taka á móti hinum heimsfræga söngvara Garðari Hólm, en hann lætur ekki sjá sig, og lúðrasveitin spilar Bjarnaborgarmarsinn til halda á sér hita. Einnig verða flutt í þættinum lög eftir Otto Lindblad, en hann samdi m.a. lögin „Vorið er komið og grundirnar gróa“ og „Þrek og tár.“

Lesari: Pétur Grétarsson.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

4. feb. 2016

Aðgengilegt til

30. júlí 2024
Hin einu sönnu Fjárlög

Hin einu sönnu Fjárlög

Á árunum 1915-1916 kom út „Íslenskt söngvasafn" í tveimur nótnaheftum, um 300 sönglög, innlend og erlend, sem Sigfús Einarsson og Halldór Jónasson tóku saman. Söngvasafnið varð geysivinsælt og áratugum saman var sungið upp úr því á flestum söngelskum heimilium landsins. Það var í daglegu tali oft kallað „Fjárlögin" því kápumyndin eftir Ríkarð Jónsson sýndi pilt og stúlku sem sátu yfir kindum. Þáttaröðin var gerð árið 2016 í tilefni af 100 ára afmæli Íslensks söngvasafns. Þetta eru 9 þættir og nokkur lög voru hjóðrituð sérstaklega fyrir þáttaröðina með styrk frá Tónskáldasjóði. Umsjónarmaður er Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,