Hin einu sönnu Fjárlög

Sjöundi þáttur

Í sjöunda þætti er rætt við Trausta Jónsson veðurfræðing sem þekkir Fjárlögin vel. Hann á sér ýmis uppáhaldslög í safninu, til dæmis hefur hann gaman af laginu „Flýjum ekki“ sem Jón Friðfinnsson samdi við ljóð Matthíasar Jochumssonar. Ljóðið var ort í þeim tilgangi ráða Íslendingum frá því flytjast til Vesturheims og það þykir nokkuð sérkennilegt Jón Friðfinnsson skyldi semja lag við ljóðið því hann var sjálfur Vestur-Íslendingur. Þýska tónskáldið Johann Abraham Peter Schulz kemur líka mikið við sögu í þættinum, en hann samdi lögin „Nú blika við sólarlag“ og „Fósturlandsins Freyja“. Síðarnefnda lagið verður flutt í útsetningu eftir Hjört Ingva Jóhannsson frá 2011. Einnig verður flutt lag Jónasar Helgasonar við ljóðið, en það er upprunalegra en lag Schulz.

Lesarar: Guðni Tómasson og Þorgerður E. Sigurðardóttir.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

18. feb. 2016

Aðgengilegt til

13. ágúst 2024
Hin einu sönnu Fjárlög

Hin einu sönnu Fjárlög

Á árunum 1915-1916 kom út „Íslenskt söngvasafn" í tveimur nótnaheftum, um 300 sönglög, innlend og erlend, sem Sigfús Einarsson og Halldór Jónasson tóku saman. Söngvasafnið varð geysivinsælt og áratugum saman var sungið upp úr því á flestum söngelskum heimilium landsins. Það var í daglegu tali oft kallað „Fjárlögin" því kápumyndin eftir Ríkarð Jónsson sýndi pilt og stúlku sem sátu yfir kindum. Þáttaröðin var gerð árið 2016 í tilefni af 100 ára afmæli Íslensks söngvasafns. Þetta eru 9 þættir og nokkur lög voru hjóðrituð sérstaklega fyrir þáttaröðina með styrk frá Tónskáldasjóði. Umsjónarmaður er Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,