Hin einu sönnu Fjárlög

Þriðji þáttur

Í þriðja þætti er m.a. fjallað um danska tónskáldið Christoph Ernst Friedrich Weyse sem samdi lögin „Nú er sumar“ og „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“. Einnig verða flutt lög eftir þrjár af þeim 6 konum sem eiga lög í „Íslensku söngvasafni“, en ein þeirra er Julie Tutein sem var um tíma unnusta Weyses og var það honum mikið áfall þegar hún sleit sambandinu. Þá verður flutt hljóðritun af laginu „Hafaldan háa“ eftir Kristján Kristjánsson sem fæddist 1870 og var læknir á Seyðisfirði. Hrólfur Sæmundsson syngur lagið með Kammerkór Suðurlands, en Hilmar Örn Agnarsson stjórnar.

Lesari: Pétur Grétarsson.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

21. jan. 2016

Aðgengilegt til

16. júlí 2024
Hin einu sönnu Fjárlög

Hin einu sönnu Fjárlög

Á árunum 1915-1916 kom út „Íslenskt söngvasafn" í tveimur nótnaheftum, um 300 sönglög, innlend og erlend, sem Sigfús Einarsson og Halldór Jónasson tóku saman. Söngvasafnið varð geysivinsælt og áratugum saman var sungið upp úr því á flestum söngelskum heimilium landsins. Það var í daglegu tali oft kallað „Fjárlögin" því kápumyndin eftir Ríkarð Jónsson sýndi pilt og stúlku sem sátu yfir kindum. Þáttaröðin var gerð árið 2016 í tilefni af 100 ára afmæli Íslensks söngvasafns. Þetta eru 9 þættir og nokkur lög voru hjóðrituð sérstaklega fyrir þáttaröðina með styrk frá Tónskáldasjóði. Umsjónarmaður er Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,