Hin einu sönnu Fjárlög

Fjórði þáttur

Í fjórða þættin er m.a. fjallað um sjálfstæðisbaráttusöngva og ættjarðarlög í „Íslensku söngvasafni“. Safnið kom út á árunum 1915-16, en þá stóð sjálfstæðisbarátta Íslendinga yfir og hafði það sín áhrif á lagavalið. Í þættinum verður flutt hljóðritun af einum sjálfstæðisbaráttusöngnum: „Drottinn sem veittir frægð og heill til forna“ eftir Jón Laxdal. En erlendir hvatningarsöngvar komu líka gagni í baráttunni, t.d. söngurinn „Fram! Fram!“ sem var lag eftir Edvard Grieg og ljóð eftir Björnstjerne Björnson. Grieg samdi lagið sem píanóverk, en Björnson hreifst af því og vildi yrkja við það ljóð. Hann var fullur áhuga, en sagði Grieg upphafið vefðist svolítið fyrir sér. Dag einn var dyrabjöllunni hjá Grieg hringt af miklum ofsa og svo var ruðst upp stigann. Þar var Björnson kominn og öskraði: „Fram! Fram! Ég er kominn með það!“

Lesari: Guðni Tómasson.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

28. jan. 2016

Aðgengilegt til

23. júlí 2024
Hin einu sönnu Fjárlög

Hin einu sönnu Fjárlög

Á árunum 1915-1916 kom út „Íslenskt söngvasafn" í tveimur nótnaheftum, um 300 sönglög, innlend og erlend, sem Sigfús Einarsson og Halldór Jónasson tóku saman. Söngvasafnið varð geysivinsælt og áratugum saman var sungið upp úr því á flestum söngelskum heimilium landsins. Það var í daglegu tali oft kallað „Fjárlögin" því kápumyndin eftir Ríkarð Jónsson sýndi pilt og stúlku sem sátu yfir kindum. Þáttaröðin var gerð árið 2016 í tilefni af 100 ára afmæli Íslensks söngvasafns. Þetta eru 9 þættir og nokkur lög voru hjóðrituð sérstaklega fyrir þáttaröðina með styrk frá Tónskáldasjóði. Umsjónarmaður er Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,